top of page
REYKJAVIK QUEER CHOIR HINSEGIN KÓRINN

REYKJAVIK QUEER CHOIR HINSEGIN KÓRINN

REYKJAVIK

ICELAND

Type: SATB
Founded: 2011

# Wonderful Supporting members
2
# Wonderful members
78

ABOUT

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan.

Markmið kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman; vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu; vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.

Allir velkomnir
Hinsegin kórinn mismunar hvorki á grundvelli kynhneigðar né kynvitundar og er öllum opinn að undangengnum raddprófum sem að jafnaði eru haldin við upphaf haust- og vorannar.

Kórinn leggur áherslu á fjölbreytt lagaval og líflega framkomu, en frá stofnun hefur kórinn haldið fjölmarga sjálfstæða tónleika en auk þess komið fram á ýmsum viðburðum. Þar má nefna opnunarhátíðir Hinsegin daga í Reykjavík og Faroe Pride í Þórshöfn í Færeyjum auk þess að koma fram í afmælum, á vinnustaðaskemmtunum og víðar.

Fjölbreytt verkefni
Í júní 2014 tók kórinn þátt í Various Voices, alþjóðlegu kóramóti hinsegin kóra í Dublin á Írlandi, en kórinn hefur sett sér það viðmið að syngja utan landssteinanna að lágmarki annað hvert ár. Sumarið 2015 fór kórinn til London og söng sem gestakór á tónleikum Pink Singers, hinsegin vinakórs í London og tók þátt í norrænu kóramóti í Helsinki í september 2017. Kórinn hélt svo enn og aftur á Various Voices vorið 2018. Kóramótið var haldið í München Þýskalandi og vakti kórinn mikla lukku meðal gesta.

​Reykjavík Queer Choir is based in Reykjavík, Iceland. The choir aims to create a prejudice-free environment where LGBTQ people can meet and enjoy singing together.

The choir meets weekly for practice, regularly goes on choir-camps, and has performed at multiple events and concerts. The choirs' conductor is Helga Margrét Marzellíusardóttir.

We emphasize that everyone is welcome to join, after passing an audition, and the choir does not discriminate on grounds of sexual orientation.

mostly rock/pop/musicals, some classical

2012

Manage your Choir information

Now you can change, add or remove the information about your choir

Want to change your profile picture?

​Change the description of your choir?

Your contact information?

A new link to a Facebook page, Twitter or Instagram account?

Click here to submit your changes

bottom of page